Ólafur Örn: Vantar meiri orku í liðið

Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, sagðist ekki vera ánægður með stigið gegn Víkingi og sagði Grindvíkinga hafa fengið marktækifæri til að ná öllum stigunum.

Hann sagðist vilja sjá meiri orku í liðinu og enn væri leikur liðsins full daufur að sínu mati.

Ólafur sagði að Grindavík hafi ekki fengið á sig mörg færi í undanförnum leikjum en hafi alla jafna skapað nokkur. Þegar menn ná ekki að nýta þau þá hangi spenna yfir liðinu í leikjum.

Spurður um nýja leikmanninn, Robert Winters, þá sagði Ólafur að hann væri duglegur og hreyfanlegur á vellinum og liti vel út. Almennt séð vantaði meiri orku í liðið til að skora mörk.

Ólafur Örn Bjarnason
Ólafur Örn Bjarnason mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert