Birna: Vissi hvert hún ætlaði að skjóta

Birna Berg Haraldsdóttir, markvörður ÍBV hefur ekki fengið á sig mark þó fimm umferðir séu búnar af Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. ÍBV var í heimsókn hjá KR í Frostaskjólinu í kvöld en hvorugt liðið náði að skora. Þrátt fyrir það er ÍBV enn á toppi deildarinnar með 14 stig líkt og Valur en með betri markatölu.

Birna sem varði víti eftir um klukkutíma leik sagði að hún hafi vitað hvert Katrín Ásbjörnsdóttir vítaskytta KR myndi skjóta því þær séu saman í landsliðinu. „Ég fór þess vegna bara í hornið mitt.“

Þá sagði Birna að þær færu í alla leiki til að vinna og þess vegna væru þær óánægðar að vera ekki með fullt hús stiga.

mbl.is

Bloggað um fréttina