Ragnar á leið til Kaiserslautern

Ragnar Bragi Sveinsson, lengst til hægri, í leik með U17 ...
Ragnar Bragi Sveinsson, lengst til hægri, í leik með U17 ára landsliðinu í fyrra. mbl.is

Ragnar Bragi Sveinsson, 16 ára piltur úr Fylki, er á leið til þýska knattspyrnufélagsins Kaiserslautern, sem hefur samið við Árbæjarfélagið um félagaskiptin.

Ólafur Garðarsson umboðsmaður staðfesti þetta við mbl.is og sagði að einungis væri eftir að ganga frá samningi Ragnars við þýska félagið.

Ragnar Bragi, sem verðu r17 ára í desember, lék einn leik með Fylkismönnum í úrvalsdeildinni í fyrra, þá aðeins 15 ára gamall. Hann lék jafnframt 7 leiki með U17 ára landsliðinu á síðasta ári.

mbl.is