Grindvíkingar og Íslandsmeistarar Blika skiptu með sér stigum suður með sjó í kvöld í 1:1 jafntefli þegar leikið var í 14. umferð Pepsi-deild karla.
Varnarmaðurinn Kristinn Jónsson skoraði stórglæsilegt mark á 10. mínútu beint úr aukaspyrnu en Scott Ramsay svaraði fljótlega eftir hlé með laglegu marki.
Kópavogsbúar eru eftir sem áður í níunda sæti deildarinnar og Grindvíkingar í því tíunda.
Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson, Jamie McCunnie, Jóhann Helgason, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín, Derek Young, Ólafur Örn Bjarnason, Magnús Björgvinsson, Robert Winters, Alexander Magnússon.
Varamenn: Elías Fannar Stefánsson, Ray Anthony Jónsson, Bogi Rafn Einarsson, Michal Pospisil, Páll Guðmundsson, Guðmundur Andri Bjarnason, Haukur Ingi Guðnason.