Hjörtur: Reikna ekki með að spila með ÍA í úrvalsdeildinni

Hjörtur Hjartarson lætur hér skot ríða af í leiknum gegn …
Hjörtur Hjartarson lætur hér skot ríða af í leiknum gegn ÍR í gær. mbl.is7Eggert Jóhannesson

Sóknarmaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson hefur farið á kostum með Skagamönnum í 1. deildinni í sumar og átt stóran þátt í að tryggja liðinu sæti í úrvalsdeild að nýju. Hann er markahæstur í deildinni með 12 mörk og bætti við enn einu markinu á ÍR-vellinum í gær.

Hjörtur, sem verður 37 ára gamall í haust, er í feikilega góðu formi en hann efast um að hann spili áfram með ÍA eftir að þessu tímabili lýkur.

„Ég reikna ekki með að spila með Skaganum í úrvalsdeild á næsta ári en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um það ennþá. Það kemur einhver stórkostleg yfirlýsing í haust,“ sagði Hjörtur léttur í gærkvöldi.

Hjörtur býr yfir mikilli reynslu úr úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað 47 mörk í 140 leikjum fyrir Þrótt R., ÍA og Skallagrím. Hann varð markakóngur þegar ÍA varð meistari 2001.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert