Björgólfur Takefusa næstur til að ná hundrað mörkum?

Björgólfur Takefusa
Björgólfur Takefusa mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgólfur Takefusa leikur með Fylkismönnum á næsta tímabili í fótboltanum. Þeir hafa fengið hann lánaðan frá Víkingum í eitt ár í kjölfar þess að Fossvogsliðið féll úr Pepsi-deildinni í haust.

Björgólfur snýr þar með aftur í Árbæinn eftir sex ára fjarveru en hann spilaði með Fylkismönnum árin 2004 og 2005. Hann lék með þeim 28 leiki í deildinni og skoraði 13 mörk en gekk síðan til liðs við KR í framhaldi af því.

Björgólfur skoraði sjö mörk fyrir Víkinga í sumar og var þeirra markahæsti maður enda þótt hann missti af talsverðum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Björgólfur hefur gefið til kynna að hann stefni á að leika í efstu deild næstu árin og þar með er hann líklegur til verða næsti leikmaðurinn, og aðeins sá fjórði í sögunni, sem nær að skora 100 mörk í efstu deild hér á landi.

Björgólfur hefur nú skorað 80 mörk í deildinni fyrir Reykjavíkurfélögin Þrótt, Fylki, KR og Víking. Hann er 31 árs, sex árum yngri en Tryggvi Guðmundsson, sem jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar í sumar og hefur gert 126 mörk í deildinni.

Aðeins einn annar sem lék í deildinni í sumar hefur skorað fleiri mörk en Björgólfur. Það er Arnar Gunnlaugsson, sem hefur gert 82 mörk, en Arnar er orðinn 38 ára gamall.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »