Juventus kaupir Hörð af Fram

Hörður Björgvin Magnússon í leik með 2. flokki Fram.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með 2. flokki Fram. Myndasafn JGK

Hörður Björgvin Magnússon, 18 ára knattspyrnumaður úr Fram, skrifar að öllu óbreyttu undir þriggja ára samning við ítalska stórliðið Juventus í dag. Hörður hefur verið hjá Juventus mestallt þetta ár í láni frá Safamýrarfélaginu og leikið með unglinga- og varaliði þess.

Juventus gerði Fram tilboð í Hörð og þeir Guðmundur Torfason og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eru komnir til Tórínó til að ganga frá málum við ítalska félagið.

Hörður leikur sem miðvörður og á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann hefur verið fyrirliði í meirihluta þeirra leikja og var fyrirliði U19 ára landsliðsins á þessu ári. Hörður spilaði sex leiki með meistaraflokki Fram í úrvalsdeildinni árin 2009 og 2010.

vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert