FH semur við Danny Thomas

Heimir Guðjónsson þjálfari FH fær liðsauka.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH fær liðsauka. mbl.is/Ómar

Enski knattspyrnumaðurinn Danny Thomas mun leika með FH út þetta keppnistímabil en ákveðið hefur verið að semja við hann í kjölfar reynsludvalar hjá félaginu. Þetta kemur fram á fhingar.net.

Thomas er 31 árs gamall, örvfættur leikmaður, sem er sagður eldfljótur og getur leikið bæði sem bakvörður og kantmaður vinstra megin. Hann hefur leikið með ensku liðunum Leicester, Bournemouth, Boston, Shrewsbury, Hereford, Macclesfield, Kettering og Tamworth.

Thomas lék þrjá leiki með Leicester í úrvalsdeildinni tímabilið 1999-2000 en lék síðan í C- og D-deildunum næstu átta árin og hefur spilað í E-deildinni undanfarin þrjú ár, síðustu tvö árin með Tamworth. Hann hefur samtals leikið 364 deildaleiki með liðum sínum og skorað 31 mark.

Fram kemur á fhingar.net að beðið sé eftir leikheimild þannig að Thomas verður þá löglegur fyrst þegar FH mætir Breiðabliki um næstu helgi.

mbl.is