Þrenna hjá KR fimmta árið í röð

Bjarni Guðjónsson og Aaron Spear í leik KR og ÍBV.
Bjarni Guðjónsson og Aaron Spear í leik KR og ÍBV. mbl.is/Ómar

Kjartan Henry Finnbogason gerði fyrstu þrennu Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu á þessu ári þegar hann skoraði úr þremur vítaspyrnum fyrir KR gegn ÍBV. Þetta er fyrsta þrenna Kjartans í efstu deild en með þessu hafa KR-ingar nú skorað þrennur í deildinni fimm ár í röð; Guðjón Baldvinsson í fyrra, Baldur Sigurðsson 2010, Óskar Örn Hauksson 2009 og Björgólfur Takefusa bæði 2009 og 2008. vs@mbl.is