Þórður: Frammúr okkar vonum

Þórður Þórðarson þjálfari Skagamanna segir að byrjun liðsins í Pepsi-deildinni sé langt frammúr vonum en nýliðarnir hafa unnið alla fjóra leiki sína í deildinni og tróna á toppnum.

,,Við héldum áfram í 90 mínútur,“ sagði Þórður og er ánægður með byrjun síns liðs á Íslandsmótinu. ,,Þetta er frábær byrjun og er langt frammúr okkar vonum,“ sagði Þórður en nánar er rætt við hann í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is