Atli: Í mínu besta formi

Atli Guðnason var besti maður vallarins þegar FH rótburstaði Fylki, 8:0, í Pepsideild karla í dag. „Ég er í mínu besta formi og það er slíkt sem þarf til að leika vel,“ sagði Atli ánægður með góðan sigur.

Kappinn var gjörsamlega ódrepandi í leiknum, á fleygi ferð allan tímann og auk þess að skora eitt marka liðsins átti hann þátt í fleiri mörkum. „Auðvitað er ég ánægður með sigurinn en bróðir minn var í hinu liðinu og mér leið ekkert vel að sjá hvernig þetta gekk hjá þeim,“ sagði Atli en Árni Freyr, bróðir hans leikur með Fylki.

mbl.is