Sverrir tryggði Blikum sigur á KR

Blikar fagna sigurmarkinu gegn KR.
Blikar fagna sigurmarkinu gegn KR. mbl.is/Eva Björk

Breiðablik vann í kvöld þriðja leik sinn í röð í Pepsideild karla í knattspyrnu þegar liðið vann 2:1 sigur á Íslandsmeisturum KR eftir að hafa lent undir seint í leiknum.

Þorsteinn Már Ragnarsson kom KR yfir á 73. mínútu þvert gegn gangi leiksins en Blikar voru talsvert duglegri við að skapa sér færi í seinni hálfleiknum. Þeir náðu að jafna með marki Kristins Jónssonar og aukaspyrna hans fann svo kollinn á Sverri Inga Ingasyni sem tryggði Breiðabliki sigur.

Nú munar aðeins þremur stigum á liðunum tveimur sem eru nærri toppi deildarinnar.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Breiðablik: Ingvar Þór Kale - Gísli Páll Helgason, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Olgeir Sigurgeirsson, Andri Rafn Yeoman, Haukur Baldvinsson, Petar Rnkovic, Tómas Óli Garðarsson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Sindri Snær Magnússon, Rafn Andri Haraldsson, Jökull I Elísabetarson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Árni Vilhjálmsson, Guðmundur Pétursson. 

KR: Hannes Þór Halldórsson - Haukur Heiðar Hauksson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Rhys Weston, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Atli Sigurjónsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Fjalar Þorgeirsson, Egill Jónsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Baldur Sigurðsson, Dofri Snorrason, Aron Bjarki Jósepsson, Magnús Már Lúðvíksson. 

Breiðablik 2:1 KR opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is