Arnar Már: Fór í markaskóna

Arnar Már Björgvinsson reyndist sínum fyrrverandi liðsfélögum erfiðum þegar hann skoraði mark Breiðabliks gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Hann skoraði fyrsta mark leiksins Halldór Orri Björnsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna og þar við sat 1:1. 

Eins og fram kemur í viðtalinu hér að ofan sagði Arnar Már að hann hefði ef til vill getað tryggt Blikum sigur þegar hann fékk sannkallað dauðafæri í seinni hálfleik. Honum brást þó bogalistin og var síðan tekinn af velli vegna smávægilegra meiðsla í læri.

Nánar er rætt við Arnar Má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert