Stjarnan enn í þriðja sæti

Halldór Orri Björnsson Garðar Jóhannsson, Daníel Laxdal, Hörður Árnason og …
Halldór Orri Björnsson Garðar Jóhannsson, Daníel Laxdal, Hörður Árnason og félagar í Stjörnunni taka á móti Breiðabliki í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Breiðablik neitaði Stjörnunni að komast upp fyrir FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en liðin skildu jöfn í Garðabænum í kvöld 1:1. Það var fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar Arnar Már Björgvinsson sem kom gestunum yfir á 40. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í þeim síðari jöfnuðu heimamenn metin með stórglæsilegu marki Halldórs Orra Björnssonar beint úr aukaspyrnu á 71. mínútu. Stjarnan jafnaði hinsvegar FH að stigum en er með lakara markahlutfall. Breiðablik komst í 15 stig með þessu jafntefli.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Lið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson - Tryggvi Sveinn Bjarnason, Jóhann Laxdal, Daníel Laxdal, Atli Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Alexander Scholz, Hörður Árnason, Ellert Hreinsson, Kennie Chopart, Garðar Jóhannsson.
Varamenn: Hilmar Þór Hilmarsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Sindri Már Sigurþórsson, Gunnar Örn Jónsson, Baldvin Sturluson Snorri Páll Blöndal, Arnar Darri Pétursson (m).

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Gísli Páll Helgason, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Sverrir Ingi Ingason, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Sindri Snær Magnússon, Rafn Andri Haraldsson, Jökull I Elísabetarson, Árni Vilhjálmsson, Sigmar Ingi Sigurðarson (m), Petar Rnkovic.

Stjarnan 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu Rétt fyrir lok venjulegs leiktíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert