Dramatík í lokin á Akranesi

Finnur Orri Margeirsson úr Breiðabliki og Garðar B. Gunnlaugsson úr …
Finnur Orri Margeirsson úr Breiðabliki og Garðar B. Gunnlaugsson úr ÍA. mbl.is/Ómar

Dramatíkin var alls ráðandi undir lokin á Akranesi þegar ÍA og Breiðablik gerðu 1:1-jafntefli í 12. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Akranesvelli í kvöld.

Varamaðurinn Árni Vilhjálmsson virtist vera að tryggja Blikum sigur þegar hann skoraði á 87. mínútu en Jóhannes Karl Guðjónsson jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Skagamenn í uppbótartíma.

Í kjölfarið á jöfnunarmarkinu fékk Sverrir Ingi Ingason, miðvörður Blika, sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir að stugga við Skagamönnum sem höfðu sótt boltann og ætluðu með hann að miðjunni.

Lið ÍA: (4-4-2) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Einar Logi Einarsson, Ármann Smári  Björnsson, Kári Ársælsson, Guðjón H. Sveinsson. Miðja: Dean Martin, Arnar Már Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Andri Adolphsson. Sókn: Jón Vilhelm Ákason, Garðar B. Gunnlaugsson. 

Varamenn: Gunnar Geir Gunnlaugsson, Aron Ýmir Pétursson, Ólafur Valur Valdimarsson, Hallur Flosason, Eggert Kári Karlsson, Andri Geir Alexandersson, Theodore Furness.

Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Sindri Snær Magnússon, Andri Rafn Yeoman, Finnur Orri Margeirsson. Sókn: Gísli Páll Helgason, Elfar Árni Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson.

Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Jökull Elísabetarson, Árni Vilhjálmsson, Alexander Helgi Sigurðarson.

ÍA 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Andri Adolphsson (ÍA) fær víti Rafn Andri braut á Andra innan teigs og víti dæmt.
mbl.is