Skoraði í sínum fyrsta leik og tryggði sigur

Tómas Óli Garðarsson og Guðmundur Þórarinsson eigast við í fyrri …
Tómas Óli Garðarsson og Guðmundur Þórarinsson eigast við í fyrri leik liðanna í deildinni í vor. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Nichlas Rohde skoraði eina mark leiksins þegar Blikar unnu ÍBV 1:0 í Pepsi deild karla í knattspyrnu í dag. Markið kom á 35. mínútu en þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið. Breiðablik komst þar með upp í 6. sæti deildarinnar um stunarsakir hið minnsta með 19 stig.

ÍBV sem hefur oft spilað mikið betur en í dag er enn með 20 stig í 4. sæti.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Lið Breiðabliks: Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Gísli Páll Helgason, Þórður Steinar Hreiðarsson, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Haukur Baldvinsson, Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman, Tómas Óli Garðarsson, Árni Vilhjálmsson. Sókn: Nichlas Rohde.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson (m), Sindri Snær Magnússon, Ben Everson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Jökull I Elísabetarson, Ósvald Jarl Traustason.

Lið ÍBV: Mark: Abel Dhaira. Vörn: Arnór Eyvar Ólafsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson. Miðja: Tonny Mawejje, Guðmundur Þórarinsson, George Baldock, Tryggvi Guðmundsson, Ian Jeffs. Sókn: Christian Olsen. 
Varamenn: Albert Sævarsson (m), Gunnar Már Guðmundsson, Andri Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Ragnar Leósson, Eyþór Helgi Birgisson, Víðir Þorðvarðarson.

Breiðablik 1:0 ÍBV opna loka
90. mín. Venjulegum leiktíma er lokið en líklegt er að Gunnar Jarl bæti við einhverjum þremur til fjórum mínútum. Áhorfendur eru 748 á Kópavogsvelli í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert