Þórður: Fannst Gary ekki geta neitt í dag

Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði sigur KR í leik liðanna í kvöld, 2:0, hafa verið sanngjarnan. KR var miklu betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar þar tvö mörk sem Skagamenn náðu ekki að svara fyrir.

„Heilt yfir var þetta sanngjarnt,“ sagði Þórður við mbl.is eftir leikinn. „Ég var óánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Við vorum slakir þar en skárri í seinni hálfleik,“ sagði Þórður en mun meiri barátta var í Skagaliðinu í seinni hálfleik.

„Við ætluðum að vera harðir á móti þeim frá fyrstu mínútu en við gerðum það ekki í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Þórður. 

Gary Martin lék með KR í kvöld á móti sínu gamla félagi. Skipti sú saga öll Skagamenn einhverju máli í leiknum?

„Nei ekki rassgat. Mér fannst Gary Martin ekki geta neitt í dag ef ég á að segja eins og er. Ég hef svo sem séð það áður í sumar að hann hafi verið lélegur þannig að það kom mér ekkert á óvart,“ sagði Þórður Þórðarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert