Ólafur Helgi: Stálheppnir að vera ekki refsað

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Ómar

„Við getum litið á þetta þannig að eftir fyrri hálfleikinn vorum við með tvö töpuð stig en eftir þann seinni má segja að þetta sé eitt stig fengið,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1:1 jafntefli gegn Selfossi í Kópavoginum í  kvöld þegar fyrstu leikir 17. umferðar Pepsi-deildar karla fóru fram.   

„Í fyrri hálfleik gerðum við hluti sem gengu vel upp, vorum með lið okkar þétt saman svo Selfoss fékk lítið svæði til að spila í og við fljótir að vinna boltann aftur svo við fengum tvö opin færi í fyrri hálfleik og áttum að gera betur, en það var alger andhverfa í seinni hálfleik.  Við opnuðum okkur mikið í varnarleiknum og vorum stálheppnir að Selfoss skyldi ekki refsa okkur þó við höfum líka fengið færi. Þá var leikur okkar gisinn og mér fannst menn ekki sinna varnarskyldum sínum svo við lentum í eltingarleik í stað þess að eiga frumkvæðið og Selfoss gekk á lagið með fljóta og góða leikmenn.  Við vorum búnir að búa okkur undir það en framkvæmdin var ekki nógu góð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert