Bakvörðurinn veður í færum

Sókndjarfi bakvörðurinn Kristinn Jónsson fór mikinn hjá Breiðabliki í Grindavík í kvöld og skoraði og lagði upp mark í 4:2-sigri í Pepsí-deildinni. 

„Ég þarf að drullast til að skora meira. Ég er búinn að klúðra allt of miklu í sumar. Ég þarf að fara að æfa að klára færin,“ sagði Kristinn meðal annars við mbl.is að leiknum loknum en sagði þó stigin þrjú skipta öllu máli en ekki hverjir skoruðu mörkin.

mbl.is