Blikar enn í baráttu um Evrópusæti

Sverrir Ingi Ingason miðvörður Breiðabliks og Guðmundur Steinarsson sóknarmaður Keflavíkur.
Sverrir Ingi Ingason miðvörður Breiðabliks og Guðmundur Steinarsson sóknarmaður Keflavíkur. mbl.is/Golli

Blikar halda enn í Evrópuvonina eftir 3:2 sigur á Keflavík suður með sjó í dag þegar leikin var 21. og næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla en miðað við önnur úrslit eru Keflvíkingar úr fallhættu.

Breiðablik er í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig. Stjarnan er með 34 stig og nú er ljóst að viðureign liðanna í lokaumferðinni á Kópavogsvelli verður hreinn úrslitaleikur um hvort liðanna fylgir FH, KR og ÍBV í Evrópukeppni á næsta ári.

Kristinn Jónsson, sem lék nú á kantinum í stað varnarinnar, skoraði fyrst á 31. mínútu eftir frábæran sprett en á 53. mínútu jafnaði Hörður Sveinsson metin eftir frábært samspil við Frans Elvarsson.   Stundarfjórðungi síðar kom Elfar Árni Breiðablik í 1:2 yfir eftir vel útfærða aukaspyrnu og á 76. mínútu bætti Niclas Rohde við þriðja marki Blika.  Í lokin kom Rafn Markús Vilbergsson, varnarmaður Keflvíkinga, í sókn sinna manna og potaði boltanum í markið, staðan 3:2 fyrir Blika.  Markið hleypti aftur lífi í leikinn en þar við sat.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Grétar Atli Grétarsson, Rafn M. Vilbergsson, Magnús Þór Magnússon, Jóhann R. Benediktsson - Jóhann B. Guðmundsson, Frans Elvarsson, Denis Selimovic, Sigurbergur Elísson, Hörður Sveinsson, Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Viktor S. Hafsteinsson, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús S. Þorsteinsson, Árni Freyr Ásgeirsson (m), Elías Már Ómarsson, Samúel Kári Friðjónsson.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Gísli Páll Helgason, Renee Troost, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson - Þórður S. Hreiðarsson, Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman, Arnar Már Björgvinsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Nichlas Rhode.
Varamenn: Sindri Snær Magnússon, Ben J. Everson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Sigmar Ingi Sigurðarson (m), Tómas Óli Garðarsson, Atli Fannar Jónsson.

Keflavík 2:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið + 3.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert