Bjarni Ólafur samdi við Val til þriggja ára

Bjarni Ólafur Eiríksson í leik með íslenska landsliðinu.
Bjarni Ólafur Eiríksson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Golli

Valsmenn fengu góðan liðstyrk í dag en varnarmaðurinn sterki Bjarni Ólafur Eiríksson samdi við sitt gamla félag til þriggja ára en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin ár. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Bjarni Ólafur er uppalinn í Val og var til að mynda útnefndur íþróttamaður ársins hjá félaginu árið 2005.

Bjarni gekk í raðir danska liðsins Silkeborg og var á mála hjá því frá 2005-2007 en undanfarin þrjú ár hefur hann spilað með Stabæk í Noregi. Hann er 31 árs gamall og hefur leikið 21 leik með íslenska A-landsliðinu.

Bjarni Ólafur er 10. leikmaðurinn sem Valsmenn fá til liðs við sig fyrir tímabilið en hinir eru:

Arnar Sveinn Geirsson frá Víkingi Ó.
Björgólfur Takefusa frá Fylki
Fjalar Þorgeirsson frá KR
Iain Williamson frá Grindavík
Ingólfur Sigurðsson frá Lyngby
Magnús Már Lúðvíksson frá KR
Sigurður Egill Lárusson frá Víkingi R.
Stefán Ragnar Guðlaugsson frá Selfossi
Ásgeir Þór Magnússon frá Leikni R., var í láni

Bjarni Ólafur er aftur kominn í Valsbúninginn.
Bjarni Ólafur er aftur kominn í Valsbúninginn. Ljósmynd/Valur.is
mbl.is