ÍA og Breiðablik skildu jöfn

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði síðara mark Skagamanna.
Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði síðara mark Skagamanna. mbl.is

ÍA og Breiðablik skildu jöfn, 2:2 í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld en liðin áttust við í Akraneshöllinni í kvöld.

Aron Ýmir Pétursson og Jóhannes Karl Guðjónsson komu Akurnesingum í 2:0 í fyrri hálfleik en Sverrir Ingi Ingason úr vítaspyrnu og Andri Rafn Yeoman jöfnuðu fyrir Blika í seinni hálfleik. Markaskorararnir eru fengnir á fótbolti.net.

Breiðablik er í 2. sæti í riðli 2 með 10 stig en Skagamenn hafa 8 stig og eru í 3. sæti. Valur er með 12 stig leiki í toppsætinu og Fram er með 7 stig. Öll liðin hafa leikið fimm leiki af sjö. Tvö lið fara áfram úr hverjum riðli, og tvö af þremur liðum í þriðja sæti komast líka í átta liða úrslit keppninnar.

mbl.is