Breiðablik komið í úrslit

Úr leik Víkings Ólafsvíkur og Breiðabliks í Kórnum í kvöld.
Úr leik Víkings Ólafsvíkur og Breiðabliks í Kórnum í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Breiðablik komst í kvöld í úrslit i Lengjubikarnum í knattspyrnu karla  þegar liðið vann Víking Ólafsvík, 2:1, í undanúrslitaleik í Kórnum.  Breiðablik mætir annaðhvort Val eða Stjörnunni í úrslitaleik en viðureign þeirra stendur yfir.

Andri Rafn Yeoman skoraði sigurmarkið í Kórnum í kvöld ellefu mínútum fyrir leikslok.

Steinar Már Ragnarsson kom Víkingi yfir í leiknum á 16. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Árni Vilhjálmsson metin.

Upplýsingar frá úrslit.net.

mbl.is