Breiðablik valtaði yfir Þór í fyrsta leik

Árni Vilhjálmsson sóknarmaður Blika sækir að marki Þórsara í leiknum ...
Árni Vilhjálmsson sóknarmaður Blika sækir að marki Þórsara í leiknum í dag. mbl.is/Eggert

Breiðablik fer frábærlega af stað í Pepsi-deildinni í fótbolta en liðið burstaði nýliða Þórs, 4:1, í fyrstu umferð á Kópavogsvelli í dag. Blikar voru miklu betri í leiknum og líta vel út fyrir sumarið.

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fyrsta markið eftir laglegan einleik á 24. mínútu og þannig stóð í hálfleik, 1:0.

Blikar tóku svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og bættu við þremur mörkum. Danski framherjinn Nichlas Rohde opnaði markareikninginn á 50. mínútu, 2:0, áður en Árni Vilhjálmsson stimplaði sig inn.

Árni skoraði tvö mörk, á 63. og 74. mínútu, en það síðara gerði hann af stuttu færi eftir frábæra sendingu Kristins Jónssonar, bakvarðar Breiðabliks.

Jóhann Helgi Hannesson klóraði í bakkann fyrir Þór með skallamarki eftir hornspyrnu í uppbótartíma.

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld.

Breiðablik 4:1 Þór opna loka
90. mín. Leik lokið +3. Sanngjarn sigur Blika
mbl.is