Jón Halldór þjálfar Grindvíkinga

Jón Halldór Eðvaldsson og Linda María Gunnarsdóttir handsala samninginn.
Jón Halldór Eðvaldsson og Linda María Gunnarsdóttir handsala samninginn. Ljósmynd/karfan.is

Jón Halldór Eðvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik í stað Guðmundar Bragasonar sem hætti störfum eftir tímabilið í vor. Þetta kemur fram á karfan.is.

Jón Halldór hefur þjálfað lengi í Keflavík, var m.a. í mörg ár með sigursælt kvennalið Keflavíkur, þjálfað yngri landslið og verið aðstoðarmaður Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík síðustu árin.

Grindavík hafnaði í sjötta sæti af átta liðum í úrvalsdeild kvenna á síðasta keppnistímabili.

mbl.is