Guðjón: Tók vítið eftir að Óli snappaði aðeins

„Það var brotið á honum, komnum einn í gegn, og það er bara rautt spjald. Svo nýttum við vítið enda kominn tími á að gera það,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson sem skoraði bæði mörk Breiðabliks úr vítaspyrnum í 2:0 sigrinum á Víkingi Ó. í Pepsideildinni í kvöld.

Fyrra markið kom eftir að Emir Dokara braut á Árna Vilhjálmssyni strax á 5. mínútu en fyrir það fékk sá fyrrnefndi að líta rauða spjaldið og voru Víkingar því manni færri í 85 mínútur.

Breiðabliki hefur gengið illa að nýta vítaspyrnur sínar í sumar en Guðjón nýtti bæði víti liðsins í kvöld. Sverrir Ingi Ingason bjó sig reyndar undir að taka fyrra vítið þó að ákveðið hefði verið að Guðjón tæki víti liðsins.

„Ég átti að taka vítið en Sverrir misskildi eitthvað. Ég tók það svo bara eftir að Óli [Kristjánsson þjálfari] snappaði aðeins á hann,“ sagði Guðjón léttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert