Hólmbert: Ætluðum ekki að hleypa þeim í leikinn

Hólmbert Aron Friðjónsson leikmaður Fram var að vonum sáttur með kvöldið. Þessi stæðilegi sóknarmaður þeirra Framara spilaði vel í kvöld og barðist hart fyrir sitt lið allan leikinn, skoraði annað markið og lagði hitt upp. 

Hólmbert sem ættaður er úr Keflavíkinni sagðist sáttur með sigurinn og líst vel á nýja þjálfarateymið.  

Hólmbert taldi að þessi  sigur væri mikilvægur fyrir sitt lið og jánkaði því að markmið Fram væri að vera í efri hlutanum í ár.

mbl.is