Fallslagurinn furðulegur

Steinar Már Ragnarsson og Farid Zato úr Víkingi Ólafsvík í …
Steinar Már Ragnarsson og Farid Zato úr Víkingi Ólafsvík í baráttu við Kristin Jónsson úr Breiðabliki. Víkingar mæta ÍA og Breiðablik mætir Fram á morgun. Ómar Óskarsson

Lið sem fær eitt stig úr fyrstu átta umferðunum ætti samkvæmt öllu eðlilegu að sitja eitt og yfirgefið á botninum. En þrátt fyrir skort á stigum og mörkum í fyrstu átta leikjum sínum í efstu deild geta Ólafsvíkingar samt verið komnir úr fallsæti þegar níundu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur annað kvöld.

Andstæðingar þeirra og næstu nágrannar í deildinni, Skagamenn, hafa líka tapað sjö af fyrstu átta leikjum sínum í sumar. Þeir hafa það hinsvegar framyfir Ólafsvíkinga að hafa unnið þennan eina leik, sem var gegn Fram í fjórðu umferðinni.

Sjá nánar umfjöllun um leiki helgarinnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er m.a. að finna yfirlit yfir þá sem eru meiddir og í banni í liðunum tólf fyrir leiki 9. umferðar á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert