Enskur miðjumaður til Vals

Magnús Gylfason hefur verið að bæta við leikmannahóp Vals.
Magnús Gylfason hefur verið að bæta við leikmannahóp Vals. mbl.is/Eva Björk

Valsmenn halda áfram að bæta við leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta leiktíðarinnar í Pepsideild karla í knattspyrnu. Þeir hafa fengið til sín enska miðjumanninn Daniel Racchi sem síðast lék með Kilmarnock í Skotlandi.

Racchi getur bæði leikið sem miðju- og varnarmaður. Hann var án samnings áður en hann samdi við Val sem hefur einnig fengið til sín nýsjálenska landsliðsmanninn Ian Hogg. Þá kallaði félagið Sigurð Egil Lárusson aftur til sín úr láni hjá Víkingi R. Framherjinn Björgólfur Takefusa spilar hins vegar ekki meira með liðinu og er í leit að nýju liði.

mbl.is