Blikar unnu Þór á Akureyri

Árni Vilhjálmsson tæklar Orra Frey Hjaltalín í fyrri leik liðanna …
Árni Vilhjálmsson tæklar Orra Frey Hjaltalín í fyrri leik liðanna í sumar. Eggert Jóhannesson

Þór og Breiðablik áttust við á Þórsvelli í sannkölluðu blíðskaparveðri. Þórsarar voru ef til vill meira með boltann í heildina en það voru hins vegar Blikar sem fóru með sigur af hólmi, lokatölur 1:2.

Fyrri hálfleikur byrjaði nokkuð rólega en fjör færðist í leikinn á 16. mínútu þegar Viggó Kristjánsson var felldur í vítateig Þórsara og vítaspyrna dæmd. Renee Troost fór á punktinn og skoraði, en Joshua Wicks var nálægt því að verja.

Tveimur mínútum síðar tvöfaldaðist forskot Blika þegar Árni Vilhjálmsson stakk vörn Þórs af eftir langa sendingu frá Tómasi Óla Garðarsyni. Fjörið var aldeilis ekki búið þar sem Þórsarar fengu vítaspyrnu strax í kjölfarið þegar Orri Freyr Hjaltalín féll í vítateig Breiðabliks.

Ármann Pétur Ævarsson fór á punktinn en Gunnleifur varði spyrnuna glæsilega. Blikar lágu mikið til baka fram að hálfleik og varð lítið ágengt sóknarlega hjá Þórsurum.

Síðari hálfleikur var lítið fyrir augað og færðist nokkur harka í leikinn. Þórsarar voru þó meira með boltann og uppskáru mark á 78. mínútu þegar Chuckwudi Chijindu skoraði með góðu skoti úr teignum.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið, en viðtöl koma hér inn á mbl.is síðar í kvöld.

Lið Þórs: Joshua Wicks; Guiseppe Funicello, Andri Hjörvar Albertsson, Atli Jens Albertsson, Ingi Freyr Hilmarsson; Orri Freyr Hjaltalín, Ármann Pétur Ævarsson, Jóhann Helgi Hannesson; Sveinn Elías Jónsson, Chukwudi Chijindu, Mark Tubæk.
Varamenn: Srdjan Rajkovic (m), Baldvin Ólafsson, Edin Beslija, Hlynur Atli Magnússon, Janez Vernko, Halldór Orri Hjaltason, Sigurður Marinó Kristjánsson.

Lið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson; Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Tómas Óli Garðarsson; Andri Rafn Yeoman, Viggó Kristjánsson, Finnur Orri Margeirsson; Ellert Hreinsson, Árni Vilhjálmsson, Olgeir Sigurgeirsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (m), Elfar Árni Aðalsteinsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Atli Fannar Jónsson, Páll Olgeir Þorsteinsson.

Þór 1:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Andri Hjörvar Albertsson (Þór) fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert