Markalaust í Ólafsvík

Frá leiknum í Ólafsvík í dag.
Frá leiknum í Ólafsvík í dag. mbl.is/Alfons

Víkingur og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Ólafsvík í dag í 17. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Bæði lið hefðu þurft á þremur stigum að halda, Víkingar í fallbaráttunni og Blikar í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik er áfram í 4. sæti deildarinnar, er með 29 stig, tveimur minna en Stjarnan sem er í þriðja sætinu. Ólafsvíkingar eru áfram næstneðstir, nú með 13 stig, einu minna en Keflvíkingar.

Blikar voru sprækari framan af leik, en það fjaraði undan þessu hjá þeim og heimamenn voru allt eins líklegir til að setja mark, en það tókst ekki.

Víkingur: Einar Hjörleifsson, Samuel Jimenez, Damir Muminovic, Björn Pálsson, Tomasz Luba, Eyþór Helgi Birgisson, Farid Zato, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Eldar Masic, Brynjar Kristmundsson, Kiko Insa.
Varamenn: Sergio Lloves, Steinar Már Ragnarsson, Emir Dokara, Alfred Már Hjaltalín, Juan Manuel Torres, Fannar Hilmarsson, Antonio Jose Espinosa.

Breiðablik: Gunnleifur Gunnleifsson, Finnur Orri Margeirsson, Renee Troost, Þórður Steinar Hreiðarsson, Olgeir Sigurgeirsson, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson,  Ellert Hreinsson, Árni Vilhjálmsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson, Gísli Páll Helgason, Elfrar Freyr Helgason, Viggó Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Arnar Már Björgvinsson, Nichlas Rohde.

Víkingur Ó. 0:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Viðbótartíminn bara eftir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert