Þrír í bann úr Pepsi-deild karla

Davíð Þór Viðarsson fékk rauða spjaldið eftir leikinn í gær.
Davíð Þór Viðarsson fékk rauða spjaldið eftir leikinn í gær. mbl.is/Ómar

Þrír leikmenn úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu voru úrskurðaðir í leikbann á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Davíð Þór Viðarsson úr FH, Daniel Craig Racchi úr Val og Guðjón Pétur Lýðsson úr Breiðabliki. Allir taka þeir bönnin út næsta sunnudaginn þegar næst síðasta umferð Pepsi-deildarinnar verður leikin.

Davíð missir af leik FH gegn Fram, Racchi verður fjarri góðu gamni í leik Vals gegn KR og Guðjón Pétur missir af leik sinna manna á móti Stjörnunni.

mbl.is