Björn Daníel og Harpa eru leikmenn ársins

Harpa Þorsteinsdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir. Morgunblaðið/Eva Björk

Nú rétt í þessu var tilkynnt um val á bestu leikmönnum í Pepsi-deild karla- og kvenna í knattspyrnu og efnilegustu leikmönnunum í hófi í höfuðstöðvum KSÍ en það voru leikmenn í deildinni sem stóðu fyrir valinu.

Björn Daníel Sverrisson úr FH var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn í deildinni.

Í kvennaflokki varð Harpa Þorsteindóttir úr Stjörnunni valin besti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni og Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi var valin sú efnilegasta

Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is