Jafnteflið við Króata - myndasyrpa

Birkir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson ánægðir eftir jafnteflið í gær.
Birkir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson ánægðir eftir jafnteflið í gær. mbl.is/Golli

Ísland og Króatía gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í gærkvöld í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Brasilíu þrátt fyrir að Ísland væri manni færra í 40 mínútur eftir að Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rautt spjald.

Ísland varð fyrir fleiri áföllum í leiknum því Kolbeinn Sigþórsson varð að fara meiddur af velli og óvíst er með þátttöku hans í seinni leik þjóðanna á þriðjudagskvöld.

Ljósmyndarar Morgunblaðsins voru að sjálfsögðu á Laugardalsvelli og tóku myndirnar sem sjá má í myndasyrpunni hér að ofan.

mbl.is
Loka