Halsman æfir með Breiðabliki

Jordan Halsman í leik með Fram gegn FH.
Jordan Halsman í leik með Fram gegn FH. mbl.is/Golli

Skoski knattspyrnumaðurinn Jordan Halsman, sem lék með Frömurum á síðasta ári, æfir þessa dagana með Breiðabliki. Hann spilar með Kópavogsliðinu á morgun þegar það mætir Keflavík í fyrsta leik sínum í Fótbolta.net mótinu í Reykjaneshöllinni. Þetta kemur fram á 433.is.

Halsman er 22 ára gamall og lék sem vinstri bakvörður með Frömurum í fyrra. Hann kom frá Morton i Skotlandi en lék áður með Albion Rovers, Dumbarton, Annan og Motherwell þar í landi. Halsman spilaði 20 af 22 leikjum Fram í úrvalsdeildinni í fyrra og skoraði eitt mark.

mbl.is