Tómas tryggði Blikum sigur

Tómas Óli Garðarsson skoraði sigurmark Blika.
Tómas Óli Garðarsson skoraði sigurmark Blika. mbl.is/Eggert

Breiðablik sigraði Grindavík, 2:1, í síðasta leiknum í fyrstu umferð deildabikars karla í fótbolta, Lengjubikarsins, sem fram fór í Kórnum í kvöld.

Páll Olgeir Þorsteinsson kom Blikum yfir á 34. mínútu en Alex Freyr Hilmarsson jafnaði fyrir Grindavík á 40. mínútu og staðan var 1:1 í hálfleik.

Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yfir á 81. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið.

Úrslit í fyrstu umferð í riðli 1:

ÍA - BÍ/Bolungarvík 3:0
Keflavík - Afturelding 3:1
KR - Fram 3:4
Breiðablik - Grindavík 2:1

Næsta umferð 22. febrúar:

Breiðablk - BÍ/Bolungarvík
Keflavík - KR
Afturelding - Grindavík
Fram - ÍA

Markaskorarar eru fengnir af urslit.net.

mbl.is