Bale afgreiddi Íslendinga í Cardiff

Gareth Bale, dýrasti knattspyrnumaður heims, sá um að afgreiða Íslendinga þegar þjóðirnar áttust við í vináttuleik í Cardiff í kvöld. Walesverjar fögnuðu 3:1 sigri þar sem Bale kom við sögu í öllum mörkum þeirra.

Walsverjar byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik. James Collins kom Wales yfir með skallamarki af stuttu færi eftir frábæra aukaspyrnu frá Bale. Íslenska liðið hressist þegar á fyrri hálfleikinn leið og á 27. mínútu jafnaði Jóhann Berg Guðmundsson metin þegar skot hans fór af Ashley Williams og í netið.

Síðari hálfleikur var ekki góður af hálfu íslenska liðsins og Walesverjar uppskáru tvö mörk sem Bale átti allan heiðurinn af. Hann lagði upp annað markið sem Sam Vokes skoraði og Bale kórónaði svo frábæran leik sinn þegar hann hljóp af sér íslensku varnarmennina og skoraði með góðu skoti á 70. mínútu. Bale fékk heiðursskiptingu skömmu síðar en úrslitin voru ráðin og sanngjarn sigur Walesverja var í höfn.

Wales 3:1 Ísland opna loka
90. mín. Kristinn Jónsson (Ísland) fær gult spjald Fyrir brot.
mbl.is

Bloggað um fréttina