Einar Karl til Fjölnismanna

Einar Karl Ingvarsson í leik gegn Skagamönnum.
Einar Karl Ingvarsson í leik gegn Skagamönnum. mbl.is/Ómar

Nýliðar Fjölnis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hafa fengið góðan liðstyrk fyrir átökin í sumar en félagið hefur fengið miðjumanninn Einar Karl Ingvarsson að láni út leiktíðina. Þetta kemur fram á vef stuðningsmanna félagsins, fhingar.net.

Einar er 21 árs gamall og hefur leikið 23 leiki með FH-ingum en hann kom við sögu í átta leikjum Hafnarfjarðarliðsins í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og á samtals 21 leik að baki í deildinni með FH. Einar Karl hefur leikið sjö leiki með U19 ára landsliðinu og einn með U21 árs landsliðinu.

mbl.is