Jafnt á Akranesi - Þórsarar áfram

Andri Adolphsson skoraði fyrir ÍA í dag.
Andri Adolphsson skoraði fyrir ÍA í dag. Morgunblaðið/Ómar

ÍA og Breiðablik mættust í Lengjubikarnum í dag en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og endaði með jafntefli, 2:2. Þórsarar eru svo komnir í 8 liða úrslit eftir sigur á HK.

Garðar Adolphsson kom ÍA yfir áður en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin. Finnur Orri Margeirsson kom Blikum yfir en Andri Adolphsson jafnaði metin á ný. Lokatölur 2:2.

Breiðablik er með tólf stig eftir sex leiki á toppi 1. riðils en ÍA er í fimmta sæti með níu stig.

Þórsarar gerðu svo góða ferð í Kópavog og mættu HK í 2. riðli. Lokatölur þar urðu 1:0 þar sem Orri Freyr Hjaltalín skoraði eina markið á 71. mínútu beint úr aukaspyrnu. Þórsarar eru því komnir áfram úr riðlinum í 8-liða úrslit ásamt FH.

Markaskorarar af Akranesi fengnir frá fotbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert