Ingiberg Ólafur til liðs við Fram

Ingiberg Ólafur Jónsson.
Ingiberg Ólafur Jónsson. Ljósmynd/breidablik.is

Framarar halda áfram að bæta við sig leikmönnum fyrir átökin í Pepsi-deildinni en Fram og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um félagaskipti varnarmannsins Ingibergs Ólafs Jónssonar frá Breiðabliki yfir í Fram.

Ingiberg er 19 ára gamall og uppalinn Bliki en hann var í láni hjá Þrótti hluta síðasta tímabils og lék átta leiki með liðinu í 1. deildinni.

mbl.is