Blikar spila fyrsta leik í Garðabænum

Breiðablik víxlaði á leikjum við FH í 1. umferð og …
Breiðablik víxlaði á leikjum við FH í 1. umferð og þarf að mæta KR í Garðabænum í 2. umferð. mbl.is/Golli

Ákveðið hefur verið að færa fyrsta heimaleik sumarsins hjá Breiðabliki, stórleikinn við KR á fimmtudagskvöld, á Samsung-völlinn í Garðabæ vegna vallaraðstæðna á Kópavogsvelli.

Þetta hefur mótastjóri KSÍ staðfest. Leiktíminn er sá sami en leikurinn hefst kl. 19.15.

Áður hafði komið fram að Víkingur R. og Valur myndu spila fyrsta heimaleik sinn á gervigrasinu í Laugardal á fimmtudaginn. Því fer helmingur leikja í 2. umferð fram á gervigrasi en hinir þrír verða á Kaplakrikavelli, Þórsvelli og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

mbl.is