Halsman tryggði Blikum sigur á HK

Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki í baráttu við Leif Andra Leifsson …
Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki í baráttu við Leif Andra Leifsson og Guðmund Atla Steinþórsson úr HK í Kórnum í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Breiðablik varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með því að sigra HK, 2:1, í nágrannaslag í Kórnum í Kópavogi.

Árni Vilhjálmsson kom Breiðabliki yfir um miðjan síðari hálfleik en  Hörður Magnússon jafnaði metin fyrir HK tíu mínútum síðar. Skoski bakvörðurinn Jordan Halsman skoraði sigurmarkið á 80. mínútu.

Fylgst var með Kópavogsslagnum á ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert