Stig í súginn

Stefán Gíslason, Breiðabliki og Gary Martin, KR í leik liðanna …
Stefán Gíslason, Breiðabliki og Gary Martin, KR í leik liðanna í gærkvöld. mbl.is/Eva Björk

Það má eiginlega segja að jafntefli geri lítið fyrir bæði KR og Breiðablik í þeirri baráttu sem liðin eiga í í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn, 1:1, á KR-vellinum í gærkvöld.

Úrslit leikjanna í gær þýða það að KR hefur nú misst spútniklið Víkings upp fyrir sig og Íslandsmeistarar KR eru nú í 4. sæti með 23 stig, 8 stigum á eftir toppliði FH. KR-ingar hafa því dregist aftur úr í toppbaráttunni eftir að hafa mistekist að innbyrða þrjú stig á heimavelli í gærkvöld.

Breiðablik er í 9. sæti úrvalsdeildarinnar með 13 stig að loknum 13 umferðum sem er mun minna en vonir stóðu til í Kópavoginum fyrir leiktíðina.

Blikar virtust þó hafa unnið heimavinnuna sína vel fyrir leikinn í gærkvöld. Þeir mættu skipulagðir til leiks og stjórnuðu leiknum til að byrja með, enda uppskáru þeir mark eftir aðeins níu mínútur þegar Árni Vilhjálmsson skoraði eftir góða sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar. Árni var duglegur þann rúma hálftíma sem hann spilaði í gær. Árni fór meiddur af velli á 32. mínútu.

Nánar er fjallað um leik KR og Breiðabliks í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert