Margir sem styðja Stjörnuna (Myndband)

mbl.is/Styrmir Kári

Silfurskeiðin, stuðningsmannafélag Stjörnunnar lét útbúa myndband fyrir leik Stjörnunnar og Inter Mílanó í Evrópudeild UEFA í kvöld þar sem ýmsir þekktir þjóðfélagsþegnar hvetja Stjörnuna til dáða gegn Inter.

Meðal þeirra sem koma fyrir í myndbandinu eru landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson Eyjamaður, Valsarinn Ólafur Stefánsson handboltaþjálfari og heimspekingur, Framarinn Stefán Pálsson sagnfræðingur, KR-ingurinn Felix Bergsson leikari, Ólafsvíkingurinn Gunnar Sigurðarson og KR-ingurinn Gary Martin.

mbl.is

Bloggað um fréttina