Styrktarsjóður til að fjármagna knattspyrnuiðkun barna

Jón Daði Böðvarsson brunar framhjá tveimur varnarmönnum Hollands.
Jón Daði Böðvarsson brunar framhjá tveimur varnarmönnum Hollands. mbl.is/Ómar

Jón Daði Böðvarsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Þessi 22 ára gamli leikmaður vinnur að því að setja á laggirnar styrktarsjóð sem á að aðstoða foreldra að fjármagna knattspyrnuiðkun barna sinna. 

„Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.

Það var stundum vesen að borga fyrir keppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt. Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir.

Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd. Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna.

Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór, nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allra færi,“ segir Jón Daði Böðvarsson.

Nánar er rætt við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert