Elín Metta til meistaranna í Flórída

Elín Metta Jensen og Karolina Koch í leik 23-ára landsliðsins …
Elín Metta Jensen og Karolina Koch í leik 23-ára landsliðsins gegn Póllandi fyrr í þessum mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Elín Metta Jensen, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, mun að öllum líkindum halda út til Bandaríkjanna í háskólanám í byrjun ágúst.

Elín Metta hefur gert munnlegt samkomulag við Florida State University sem er ríkjandi meistari í háskólafótboltanum og mun á vissan hátt fylla í skarðið sem Dagný Brynjarsdóttir skildi eftir sig þegar hún útskrifaðist nú í vetur. Elín Metta verður samherji annars íslensks framherja, Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir fótboltakonu – að fá styrk til náms og spila fyrir þetta lið. Þetta er stökkpallur út í atvinnumennskuna enda er fótboltinn tekinn mjög alvarlega þarna og allt gert til þess að bæta leikmenn,“ sagði Elín Metta.

Nánar er rætt við Elínu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert