Elfar Árni til KA

Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir KA-manna.
Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir KA-manna. Eggert Jóhannesson

KA-menn fengu í dag gríðarmikinn liðsstyrk þegar hinn 25 ára gamli Elfar Árni Aðalsteinsson gekk í raðir félagsins en hann kemur frá Breiðabliki þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Þetta kemur fram á vef KA um málið en Elfar Árni gerir þriggja ára samning við félagið.

Elfar Árni, sem er Húsvíkingur að upplagi er mikill fengur fyrir KA fyrir baráttuna í 1. deild í sumar en hann er framherji og spilaði 104 leiki með Breiðabliki og skoraði í þeim 27 mörk. 

KA var rétt í þessu að krækja í hinn 25 ára gamla Elfar Árna Aðalsteinsson og mun hann spila með KA á komandi sumri. Elfar kemur úr herbúðum Breiðabliks þar sem hann hefur spilað síðan 2012 en þar áður lék hann með heimaliði sínu Völsungi frá Húsavík. 

mbl.is