Markalaust hjá Fylki og Breiðabliki

Gunnleifur Gunnleifsson hélt hreinu í kvöld.
Gunnleifur Gunnleifsson hélt hreinu í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fylkir og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu en liðin áttust við í Egilshöllinni í kvöld.

Fylkismenn eru með 4 stig eftir tvo leiki í riðlinum en Blikarnir hafa eitt stig en þetta var fyrsti leikur þeirra.

mbl.is