Skagamenn með fullt hús stiga

Arnar Már Guðjónsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu báðir í dag.
Arnar Már Guðjónsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu báðir í dag. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Skagamenn hafa unnið alla fjóra leiki sína í Lengjubikar karla í knattspyrnu til þessa en þeir lögðu Grindavík að velli í Akraneshöllinni í dag, 3:2.

Liðin leika í riðli 3 í A-deildinni og er ÍA nú með 5 stiga forskot á næsta lið, Keflavík, en önnur lið eiga þó leik eða leiki til góða. Grindavík hefur tapað öllum þremur leikjum sínum.

Það var bakvörðurinn Darren Lough sem tryggði ÍA sigur í dag með marki korteri fyrir leikslok. Arnar Már Guðjónsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu einnig fyrir Skagamenn en Björn Berg Bryde og Óli Baldur Bjarnason fyrir Grindavík. Mark Óla Baldurs kom úr víti þegar hann jafnaði metin á 67. mínútu.

mbl.is