Endurkomusigur hjá Víkingum - Fjölnir í 8-liða úrslit

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Víkingur R. sigraði KA, 3:2, á KA-vellinum á Akureyri í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag en þetta þýðir það að Fjölnir er kominn í 8-liða úrslit bikarsins.

Elfar Árni Aðalsteinssonkom KA yfir strax á 12. mínútu leiksins og stuttu síðar bætti hann við öðru marki úr vítaspyrnu.

Ólafur Þórðarson fékk nóg eftir hálftíma leik og gerði tvöfalda skiptingu á Víkingsliðinu en það skilaði sér og minnkaði Rolf Toft muninn.

Agnar Darri Sverrisson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Það stefndi allt í jafntefli á Akureyri en gestirnir héldu þó ekki og skoruðu Víkingar sigurmarkið á 87. mínútu leiksins.

Lokatölur því, 2:3, fyrir Víking en það þýðir þá að Fjölnir tekur síðasta sætið í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Víkingur mætir FH á meðan Fjölnir mætir Fylki, og það þýðir jafnframt að ÍA mætir KR. Í fjórða leiknum mætast Breiðablik og Valur en allir leikirnir eru settir á næsta fimmtudag.

mbl.is